Uppstefnumót!

Eins og ég lofaði í sumar byrjar reglulegt hryllingsmyndaáhorf aftur núna í september, en það er ennþá aðeins á reiki nákvæmlega hvenær það gerist. Ótrúlega bjartsýnt væri núna á fimmtudaginn, en ég þori að lofa því að við verðum byrjuð aftur vikuna eftir það.

Ég er nefninlega heimilislaus í augnablikinu og flyt ekki inn í nýja íbúð fyrr en á mánudaginn. Heimilisleysi er svo sem fínt þannig, en það eru ekki bestu aðstæður í heimi fyrir hryllingsmyndaskrif. Svo þarf ég að redda helstu nauðsynjum í íbúðina. Netinu, rúmi, borði, stól…​ já, ætli það sé ekki það eina sem ég hafi efni á þennan mánuðinn. Doktorsnemalífið er minimalískt og gott.

Þetta tekur sem sagt sinn tíma, en er allt að púslast saman. En þá sem langar að vera tilbúnir þegar að við byrjum aftur geta reddað sér fyrstu mynd haustsins, Deadgirl, sem er zombímynd með verulega sjúku ívafi sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Trailer að neðan.

Friður út! <p align="center"><strong>Deadgirl</strong> [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=-2SSL6Ipnvw&hl=en&fs=1&]</p>