Unglingar

Ítalski meðleigjandinn minn var að vakna á hádegi á sunnudegi. Hún er búin að ráfa fram og aftur úr stofunni síðasta hálftímann, dæsa og reyna að myrða lyklaborðið á símanum sínum. Ég geri ráð fyrir að hún hafi hætt með jólafrísstráknum sínum í gærkvöldi.

Ég geri ráð fyrir því, en ég mun ekki spyrja út í það undir neinum kringumstæðum. Ekki að mér sé sama um andlega líðan hennar, en ég nenni heldur ekki að eyða sunnudegi í að spjalla um enn önnur sambandslok.

Ætli það sé ekki fyrir bestu að við flytjum öll út eftir mánuð.