Svalir

Sem betur fer er Montpellier við Miðjarðahafið, svo hér er alltaf gott veður.

Þetta er ákveðin nauðsyn, því við erum ekki ennþá komin með internet í íbúðinni okkar. Ég vinn að heiman gegnum netið, svo þetta skapar visst vandamál.

Hingað til hefur mín lausn verið að brjótast inn í þráðlausa netið hjá nágrönnum mínum og vinna þaðan. Þetta er hin besta lausn, nema að ég næ netinu þeirra aðeins frá svölunum heima. Þess vegna er ég búinn að vinna úti á svölum í tvær vikur.

Sem betur fer er gott veður í Montpellier.