Gúrkutíð

Kæru lesendur, ef ég lærði eitthvað um helgina var það að kaupa ekki mat sem inniheldur kjöt úti á götu í litlum, sætum fjallaþorpum í Mexíkó. Eftir á að hyggja veit ég ekki af hverju ég gat ekki sagt mér það sjálfur fyrirfram.

Í öðrum fréttum virðist umræða á Íslandi hafa verið óvenjulega yfirveguð síðustu daga. Jú, Vigdís Hauksdóttir og Bubbi Morthens tjáðu sig en aðrir ummælendur eru löngu búnir að traðka þá mola niður, svo til lítils er að ég tjái mig um þá líka.

Ég velti fyrir mér hvort að halda úti daglegum færslum sé ekki of mikið? Framboð rökleysa virðist ekki alveg anna þeirri eftirspurn. Ætli það sé betra að halda sig á xkcd áætlun, þrjár færslur á viku, eða taka eina stóra færslu í lok hverrar viku?

Hvað segið þið?