Eftirmiðdegi og kaffiskeiðar

Á eftir fer ég í helgarferð til Grenoble. Hjá heilbrigðu fólki hefði staðið "Á morgun …​", en við vitum öll hvers konar bransi er stundaður hér. Eftir fjóra klukkutíma þarf ég að vakna og taka lest til að taka rútu einhvert, sem væri allt í lagi ef ég hefði ekki farið út að drekka með félaga mínum eftir kóræfingu okkar.

Ó, þú spillta líf.

Ég myndi lofa að eyða helginni í heilbrigðari hluti, en ég veit að þeir verða miklu sóðalegri en þetta. Miklu, miklu sóðalegri.

Miklu.