Doublefail

Þið vitið hvað þeir segja: þú hefur ekki feilað fyrr en þú hefur tvöfaltfeilað. "Þeir" verandi fólk sem þýðir hluti beint yfir á íslensku án þess að færa hug að samhengi. Eða orðum sem eru í raun til á öðru hvoru tungumálinu.

En ég biðst innilega afsökunar á Cold Prey leysi þessarar viku. Ég lofa að hún komi inn um helgina.

Síðustu tíu, þrettán dagar hafa einkennst af því að vakna klukkan sex, hálf sjö, og fara að sofa í kringum tíu, með litlu öðru en kennslu og lestri þar á milli. Bæði mitt vikulega hryllingsmyndaröfl, sem og vandræðalegt daður við kvenmenn hefur þjáðst fyrir. Ég held og vona að næstu vikur og mánuðir verði öðruvísi, okkar allra vegna.