Aflaleysi 1

Þegar ég byrjaði á þessu bloggi ákvað ég að taka aðeins fyrir skrif hvers dags fyrir sig en leggjast ekki í fornleifauppgröft á rökvillum. Það verkefni tæki aldrei enda. Því hlaut að koma að því að einhvern daginn fyndi ég ekkert til að tala um; fallegur og fullkominn dagur þar sem engin rökvilla sem tekur því að tala um var framin í íslenskri umræðu.

Ef mér skjátlast ekki er sá dagur í dag. Eins og alla morgna (þar sem ég bý er farið að ganga á eftirmiðdegið á Íslandi þegar það er morgunn hjá mér) fletti ég í gegnum skoðanir Vísi.is og Viðskiptablaðsins, blogg DV og Eyjunnar, Pressupenna og leiðara og aðsendar greinar Morgunblaðsins. Og ég fann ekkert til að tala um.

Auðvitað getur verið að ég hafi ekki leitað nógu ítarlega að efni. Ef þú, kæri lesandi, veist betur hvet ég þig til að láta vita. Pósturinn hér er

<code>rokvillur@gmail.com</code>