„Brennivínið gefur anda og snilli“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil á vísi.is í dag. Hann má lesa í heild sinni hér. Markmið þessa pistils er að sannfæra okkur, lesendur, um að á Vogi sé hin góða barátta gegn alkahólisma á Íslandi unnin. Athugum hvernig Guðmundi tekst til.

Guðmundur skiptir pistli sínum í þrjá hluta eins og klassískt er. Fyrsti hluti hans kynnir málefnið sem á að tala um, en ekki áður en hann gerir tilraun til að fanga athygli lesenda með skemmtilegri blöndu af íslenskum úrdrætti og innantómu hrósi:

Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar.

Ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið.

Hér er á ferðinni sama rökvilla og felst í að sannfæra einhvern um sannindi með því að segja „Jafn gáfaður maður og þú hlýtur að sjá að A er rétt.“ Engin röksemdafærsla á sér stað. Guðmundur djassar þessa villu upp með því að snúa henni við; hann telur upp lista af hræðilegum eiginleikum Íslendinga áður en hann neitar þeim og skipar þannig sér og lesendum, sem eru væntanlega ósammála því að þeir séu asnar, í sama lið.

Að liðsöfnuðinum loknum kynnir Guðmundur efni pistilsins: Íslendingum hefur vel tekist að meðhöndla alkahólisma og kunningi hans vill að talað sé um hið góða starf sem unnið er á Vogi. Næstu tveim málgreinum er svo eytt í tilfinningatog þar sem engin rök eru viðruð en er væntanlega ætlað að tala á móti alkahólisma og fíkn almennt.

Ég viðurkenni að skilja ekki fullkomlega annan hluta pistilsins. Hann talar um frjálsan vilja, DNA, persónulega ábyrgð, Dani og hvað lífið sé erfitt. Hér eru nokkur brot:

Þeir tala um alkóhólistagen. Og var víst eitt af því sem átti að gera okkur rík í síðustu bólu – að hafa þessi óskaplegu gen. Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu vel að mér í líffræði til að vita hvort til sé alkóhólistagen, þjófagen, lygagen, utanviðsig-gen eða kærleiksgen. Held samt ekki

Þeir^[tilvísun vantar]^ tala um A. Ég veit ekkert um A. Því er A rangt.

Þetta er ein vinsælasta rökvilla íslenskrar umræðu, alveg lengst uppi með ad hominem. Opinberir aðilar virðast aldrei þreytast á að henda henni upp við ólíklegustu tilefni, en vandamálið við þessa villu ætti öllum að vera ljóst.

Hér er einnig á ferðinni mjög vafasöm og blekkjandi delering: Guðmundur byrjar á alkahólistageni og telur upp stigvaxandi óvísindaleg gen úr ímyndunarafli sínu, væntanlega til að draga úr trúverðugleika hins fyrsta. Það á ekkert skylt við rökræðu.

Áhugasamir lesendur geta athugað afganginn af öðrum hluta pistilsins þar sem sjá má hina sívinsælu klisju „allt Dönum að kenna“ og hugleiðingar um frjálsan vilja. Þessum hluta lýkur á góðum strámanni:

Það viðhorf hefur verið landlægt hér að fullkomlega eðlilegt sé að veruleikinn sé óbærilegur, og eina ánægja sem hægt sé að hafa af lífinu sé að flýja inn í óraunveruleika vímunnar.

Er það nú?

Í síðasta hluta pistilsins tæklar Guðmundur þennan strámann. Samkvæmt honum eru lífið og tilveran eru tvö ólík fyrirbæri á Íslandi; lífið er það sem er skemmtilegt og tilveran er dagleg rútína. Hann færir engar sönnur fyrir þessari sannfæringu okkar aðra en að stundum er talað um „lífið og tilveruna“. Að því loknu færir Guðmundur okkur niðurstöðu sína:

Tilveran er erfið. Því verður fólk alkahólistar. Vogar eru mikilvæg stofnun.

Að fólk verði alkahólistar því tilveran sé erfið er dæmi um rökvillu sem við getum kallað hina óflekkuðu orsök; fólk verður alkahólistar af ýmsum ástæðum og samblöndum af þeim, svo að segja að það sé einungis ein orsök fyrir alkahólisma er rangt.

Í síðustu fullyrðingu sinni segir Guðmundur að Vogar gegni hlutverki við að hjálpa fólki við að finna lífið í tilverunni, sem er eina orsök alkahólisma samkvæmt honum, en færir engin rök fyrir eða dæmi um hvernig Vogar gera það. Því verðum við að telja að hér framkvæmi Guðmundur hringavitleysu, þar sem niðurstaðan er gefin áður en rökræður fara fram. Vogar eru mikilvægir því Vogar eru mikilvægir.

Pistill Guðmundar var skrifaður af beiðni vinar síns og átti að útskýra það starf sem fer fram á Vogum og mikilvægi þess starfs. Af þeim rúmum 800 orðum sem pistillinn telur er engu þeirra varið til að segja okkur hvað gerist á Vogum. Það er erfitt að álykta annað en að pistill Guðmundar hafi misst marks.

    Um skynsemi

    Kæru vinir,

    Mér er annt um rökfræði. Ekki bara þurru og akademísku tegund hennar, heldur hvernig henni er beitt í daglegu lífi. Ýmsir aðilar beita henni til að sannfæra okkur um að hitt og þetta sé rétt; henni er otað til í umræðum um flugvelli, spítala, fjármál, borgarskipulag, cha-cha-cha og allt.

    Vandamálið er að þeir sem beita rökfræði á almennum vettvangi fara oft illa með hana. Þeir skera að sér, tvívinna hlutina og míga upp í vindinn. Hingað til hafa þessir aðilar, sem telja stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, heilsugúrua, trúarleiðtoga, Marsbúa og allt, að mestu komist upp með að limlesta þessa fegurstu arfleið forngrískrar menningar.

    Ég og nokkrir hjálparálfar vonumst til að binda enda á þennan harmleik. Á hverjum virkum degi ætlum við að taka fyrir eina staðhæfingu, færslu eða frétt og benda á rökvillur í málflutningi hennar. Við munum styðja mál okkar með tilvísunum um nákvæmlega hvaða rökvilla er framin hverju sinni.

    Til þessa þurfum við hjálp ykkar.

    Ef þú lest frétt, yfirlýsingu, markaðsherferð, auglýsingu eða hvaða opinberu samskipti sem er þar sem leiðin milli A og B er ekki ljós, sendu okkur þá póst.

    Ef þú vilt, eins og við, hefja umræðu á Íslandi upp á það stig að fólk tali um málefni en fari ekki endalaust í manninn, sendu okkur þá póst.

    Ef þú sérð eitthvað, segðu þá eitthvað.

    Sendu okkur póst á

    rokvillur@gmail.com

      Personal communication

      There’s a type of citation that we should agree to kill. Come on, let’s light torches, strew gasoline on the ground, lock the children in the barn for their protection, and hope that our plan doesn’t have any unintended consequences.

      I speak of the hated "personal communication":

      ..., which is a consequence of uber fancy dream result [85].
      [85] McSwanky, M. Personal communication.

      This annoys the ever living shit out of me. For one this citation contains no information. At least none that is relevant to the subject at hand, for it does successfully communicate that the author of the paper knows Mr. McSwanky on a deep and personal level, which seems to be its only imaginable function.

      "Personal communication" is the academic equivalent of name-dropping famous people you know at a dinner party. It is crass and vulgar and if asked the famous person won’t know who you are. Don’t do it.

      Colored

      The title of a paper I’m working on includes the words "colored Jones polynomial". Every time, every single time I see it a voice in my head goes:

      <img class="aligncenter" alt="" src="http://www.clevescene.com/binary/3e89/1349813923-thats-racist.gif" width="265" height="236" />

      Do you really want Hurtubise?

      One of the authors of a paper I’m working on is called "Hurtubise". I can’t help but pronounce his name with a French accent in my head. Heeuuuuurtubeeeeze.

      If he was my rival for the affections of a woman I wouldn’t pull any punches. Dirt would get thrown. I’d make a youtube video of Boy George’s classic "Do you really want to hurt me", but change the chorus lyrics to "Do you really want Hurtubise". I might not end up with the woman of our dreams, but after she sees that video, neither would he. Scorched earth, baby.

      Unglingar

      Ítalski meðleigjandinn minn var að vakna á hádegi á sunnudegi. Hún er búin að ráfa fram og aftur úr stofunni síðasta hálftímann, dæsa og reyna að myrða lyklaborðið á símanum sínum. Ég geri ráð fyrir að hún hafi hætt með jólafrísstráknum sínum í gærkvöldi.

      Ég geri ráð fyrir því, en ég mun ekki spyrja út í það undir neinum kringumstæðum. Ekki að mér sé sama um andlega líðan hennar, en ég nenni heldur ekki að eyða sunnudegi í að spjalla um enn önnur sambandslok.

      Ætli það sé ekki fyrir bestu að við flytjum öll út eftir mánuð.

        Eftirmiðdegi og kaffiskeiðar

        Á eftir fer ég í helgarferð til Grenoble. Hjá heilbrigðu fólki hefði staðið "Á morgun …​", en við vitum öll hvers konar bransi er stundaður hér. Eftir fjóra klukkutíma þarf ég að vakna og taka lest til að taka rútu einhvert, sem væri allt í lagi ef ég hefði ekki farið út að drekka með félaga mínum eftir kóræfingu okkar.

        Ó, þú spillta líf.

        Ég myndi lofa að eyða helginni í heilbrigðari hluti, en ég veit að þeir verða miklu sóðalegri en þetta. Miklu, miklu sóðalegri.

        Miklu.

          Svalir

          Sem betur fer er Montpellier við Miðjarðahafið, svo hér er alltaf gott veður.

          Þetta er ákveðin nauðsyn, því við erum ekki ennþá komin með internet í íbúðinni okkar. Ég vinn að heiman gegnum netið, svo þetta skapar visst vandamál.

          Hingað til hefur mín lausn verið að brjótast inn í þráðlausa netið hjá nágrönnum mínum og vinna þaðan. Þetta er hin besta lausn, nema að ég næ netinu þeirra aðeins frá svölunum heima. Þess vegna er ég búinn að vinna úti á svölum í tvær vikur.

          Sem betur fer er gott veður í Montpellier.

            Flutningar

            Til allrar hamingju var "First day of my life" með Bright Eyes að detta inn í slembilistann sem er í gangi heima. Það minnir mig á þegar ég bjó niðri í miðbæ í stórri íbúð með góðu fólki.

            Í kvöld er lognið á undan storminum. Á næstu viku þarf ég að finna íbúð í Montpellier, skila 20 tímum af ritstjórnarvinnu, skrá mig aftur í doktorsnám til þess eins að verja, og koma við í Marseille til að standa í röð í rússneska sendiráðinu. Ég veit full vel að næsta vika verður brjáluð, en samt geri ekki neitt til að létta á henni eins og að byrja að ritstjórnast í kvöld. Því meira sem er að gera hjá mér, því minna kem ég í verk.

            Munum að anda. Restin kemur af sjálfu sér.